Vonskuveður í kvöld
Búist er við mjög hvassri sunnanátt í kvöld suðvestanlands. Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóann gerir ráð fyrir sunnan 8-13 og rigning frameftir degi en síðdegis fer að hvessa. Búist er 18-25 m/s og mikilli rigningu í kvöld. Hiti verður á bilinu 10 til 13 stig. Snýst í suðvestan 10-15 með skúrum á morgun. Heldur kólnandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:
Vestan og suðvestan 10-15 m/s, en hvassara á annesjum. Skúrir á V-verðu landinu, en bjart eystra. Hiti 9 til 15 stig.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Allhvassar suðvestlægar áttir og vætusamt, einkum S- og V-lands. Áfram milt veður.