Vonskuveður í kvöld
Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir sunnan og vestanvert landið í kvöld. Við Faxaflóann er gert ráð fyrir vaxandi austlægari átt og þykknar upp, 13-18 m/s síðdegis, en 18-25 m/s og slydda eða rigningu í kvöld. Norðaustan 15-23 á morgun og skúrir eða él, hvassast norðantil. Hiti 0 til 6 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag (fullveldisdagurinn):
Norðaustan 8-15 m/s. Él, en léttir til sunnan- og vestanlands. Vægt frost víðast hvar.
Á sunnudag:
Norðan 13-20 m/s, hvassast við N-ströndina. Ofankoma norðantil og austanlands, en bjart suðvestantil. Hiti í kringum frostmark, en vægt frost inn til landsins.
Á mánudag:
Norðaustanátt og slydda eða snjókoma, en þurrt suðvestantil. Lægir og dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt, dálítil væta og hiti um eða yfir frostmarki.






