Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 7. janúar 2004 kl. 14:42

Vonskuveður í Grindavík

Vont veður er nú í Grindavík en djúp lægð gengur nú yfir vestanvert landið. Að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra í Grindavík er suðaustan átt og fer vindhraðinn upp í 25 til 28 metra á sekúndu í hviðum. „Það er heldur að bæta í vindinn,“ sagði Sverrir í samtali við Víkurfréttir. Fáir bátar eru á sjó í Grindavík og segir Sverrir að einungis stóru línubátarnir séu á sjó. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það lægi með kvöldinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024