Vonandi er þetta botninn
Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá í Sandgerði er nú 9 manns en 5 hafa bæst við á stuttum tíma. Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra hafa ekki verið svo margir á skrá í langan tíma.
Atvinnuástand hefur samt sem áður verið mjög gott að undanförnu og mikið að gerast í bæjarfélaginu. Öflug uppbygging hefur átt sér stað í skólanum og leikskólamál eru í góðum farvegi. Náttúrustofan hefur einnig haft góð áhrif á bæjarlífið. „Það er sorglegt að vita af því að kvótinn fer og við eigum enn eftir að sjá hvernig okkur reiðir af í því máli“, segir Sigurður en bætir við að margir öflugir aðilar hafa aðstöðu í Sandgerðishöfn og hafa heildartekjur því staðið í stað. Sjómannaverkfallið hafði einnig mikil áhrif en minni bátar gátu róið þó Nesfiskur og fleiri hafi þurft að stöðva vinnslu. Það var mikill missir af Miðnesi en Skinnfiskur er með rekstur í Sandgerði og einn aðili hefur verið með fólk í vinnu við flökun í flug. Sigurður vonaði að þetta væri botninn en erfitt er að segja til um hvað gerist með haustinu.
Atvinnuástand hefur samt sem áður verið mjög gott að undanförnu og mikið að gerast í bæjarfélaginu. Öflug uppbygging hefur átt sér stað í skólanum og leikskólamál eru í góðum farvegi. Náttúrustofan hefur einnig haft góð áhrif á bæjarlífið. „Það er sorglegt að vita af því að kvótinn fer og við eigum enn eftir að sjá hvernig okkur reiðir af í því máli“, segir Sigurður en bætir við að margir öflugir aðilar hafa aðstöðu í Sandgerðishöfn og hafa heildartekjur því staðið í stað. Sjómannaverkfallið hafði einnig mikil áhrif en minni bátar gátu róið þó Nesfiskur og fleiri hafi þurft að stöðva vinnslu. Það var mikill missir af Miðnesi en Skinnfiskur er með rekstur í Sandgerði og einn aðili hefur verið með fólk í vinnu við flökun í flug. Sigurður vonaði að þetta væri botninn en erfitt er að segja til um hvað gerist með haustinu.