Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Vonandi aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 3. september 2021 kl. 10:30

Vonandi aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar

Reykjaneshöfn hefur síðastliðið ár, í samstarfi við Markaðsstofu Reykjanes og Reykjanesbæ, unnið að komu smærri skemmtiferðaskipa til Suðurnesja og lagt þar áherslu á að Keflavíkurhöfn hentaði vel til móttöku slíkra skipa.

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að það starf sem hófst á árinu 2019 við markaðssetningu m.a. á Keflavíkurhöfn sem viðkomustað smærri skemmtiferðaskipa virðist vera að skila sér. Í ár hafa fjögur skemmtiferðaskip komið á ytri höfnina og nýtt sér þá aðstöðu í Keflavíkurhöfn sem þjónustar léttabáta varðandi losun og lestun farþega eða vöru.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Eitt skemmtiferðaskip lagðist að hafnarkanti í Keflavíkurhöfn þar sem farþegar voru sóttir af ferðaþjónustuaðilum til skoðunarferðar á Suðurnesjum. Er það von stjórnar Reykjaneshafnar að þetta sé aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar á komandi árum,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar sem samþykkt var samhljóða á fundi þann 26. ágúst síðastliðinn.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25