Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Vonandi aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 3. september 2021 kl. 10:30

Vonandi aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar

Reykjaneshöfn hefur síðastliðið ár, í samstarfi við Markaðsstofu Reykjanes og Reykjanesbæ, unnið að komu smærri skemmtiferðaskipa til Suðurnesja og lagt þar áherslu á að Keflavíkurhöfn hentaði vel til móttöku slíkra skipa.

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að það starf sem hófst á árinu 2019 við markaðssetningu m.a. á Keflavíkurhöfn sem viðkomustað smærri skemmtiferðaskipa virðist vera að skila sér. Í ár hafa fjögur skemmtiferðaskip komið á ytri höfnina og nýtt sér þá aðstöðu í Keflavíkurhöfn sem þjónustar léttabáta varðandi losun og lestun farþega eða vöru.

Eitt skemmtiferðaskip lagðist að hafnarkanti í Keflavíkurhöfn þar sem farþegar voru sóttir af ferðaþjónustuaðilum til skoðunarferðar á Suðurnesjum. Er það von stjórnar Reykjaneshafnar að þetta sé aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar á komandi árum,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar sem samþykkt var samhljóða á fundi þann 26. ágúst síðastliðinn.

Dubliner
Dubliner