Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Von á súld og éljum í dag
Þriðjudagur 20. nóvember 2007 kl. 09:20

Von á súld og éljum í dag

Veðurhorfur við Faxaflóa:
Suðvestan og vestan 8-13 og smásúld, en dálítil él síðdegis. Hiti 1 til 6 stig, en frystir víða í kvöld. Norðvestan, víða 5-10, bjart og hiti kringum frostmark á morgun.
Spá gerð: 20.11.2007 06:27. Gildir til: 21.11.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s og víða léttskýjað, en súld með köflum við vesturströndina. Frost víða 5 til 10 stig í innsveitum, en frostlaust úti við norður- og vesturströndina.

Á föstudag:
Gengur í sunnan 13-18 m/s með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Snýst í norðanátt með snjókomu norðan- og austanlands, en léttir til suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.

Á sunnudag:
Hægviðri og léttskýjað, en talsvert frost um land allt.

Á mánudag:
Útlit fyrir sunnanátt með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 20.11.2007 08:38. Gildir til: 27.11.2007 12:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024