Von á skúrum
Á Garðskagavita voru ASA 9 og 9.5 stga hiti kl. 9
Klukkan 6 var austlæg átt, víða 3-8 m/s og dálítil væta. Hiti var 2 til 9 stig, hlýjast á Hafnarmelum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld, en 13-18 og skúrir síðdegis. Hægari í nótt, en suðaustan 5-10 og skúrir á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austan 5-10 m/s og víða dálítil rigning eða súld með köflum. Suðaustan 13-18 og skúrir síðdegis, en mun hægari norðaustanlands og léttir til. Hæg suðaustlæg átt og víða bjart á morgun, en skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig, en allt að 14 stigum í innsveitum norðaustanlands yfir hádaginn.
VF-mynd/elg