Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Von á síðdegisskúrum
Fimmtudagur 22. júlí 2004 kl. 09:11

Von á síðdegisskúrum

Klukkan 6 var austlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s, en norðaustan 5-10 suðaustantil. Bjartviðri vestan- og norðanlands, en skýjað að mestu við suður- og austurströndina og sums staðar dálítil væta sunnantil. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast Í Akurnesi við Hornafjörð.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjartviðri víða um land en síðdegisskúrir SV- og V-lands. Dálítil súld eða rigning á Suðurlandi og Austfjörðum, einkum við ströndina. Þykknar upp um vestanvert landið með kvöldinu og súld á stöku stað í nótt. Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun og víða væta, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum nyrðra og vestantil í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024