Von á regni fram yfir helgi
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðaustan 5-13 m/s og léttskýjuðu. Þykknar upp í dag og dálítil rigning með kvöldinu. Austlægari og súld með köflum á morgun. Hiti 7 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austan og norðaustan átt, víða 10-15 m/s og rigning, en hægara og úrkomulítið norðanlands framan af degi. Hiti 5 til 12 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðaustan 3-10 m/s. Rigning um sunnanvert landið en úrkomulítið norðantil. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Hægviðri, úrkomulítið og fremur hlýtt Í veðri.
Af www.vedur.is
VF-mynd/Þorgils - Lítið er orðið eftir í Fitjatjörnum eftir þurrka síðustu vikna. Einhver væta er nú íkortunum næstu daga.