Von á nýju hættumati í dag
Von er á nýju hættumati frá Veðurstofu Íslands í dag vegna yfirvofandi kvikuhlaups og jafnvel eldgoss í nágrenni Grindavíkur. Í lok júlí sagði stofnunin auknar líkur á að það dragi til tíðinda á næstu sjö til tíu dögum. Sá tímarammi er kominn.
„GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, geta það verið vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Því eru auknar líkur á að það dragi til tíðinda á næstu 7 – 10 dögum,“ sagði í tilkynningu Veðurstofu Íslands þann 30. júlí.
Viðbragðsáætlanir Veðurstofunnar miðað við að kvikuhlaup gæti farið af stað hvenær sem er næstu daga og það jafnvel endað með eldgosi. Ef atburðarrásin verður sambærileg og í aðdraganda fyrri eldgosa, gæti fyrirvarinn verið mjög stuttur.