Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Von á norðurljósaveislu í kvöld
Norðurljós séð frá Reykjanesi. Ljósmynd: Ellert Grétarsson
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 09:26

Von á norðurljósaveislu í kvöld

Veðurspá fyrir Faxaflóa segir að það verði norðaustan 13-20 m/s og léttskýjað, hvassast á Snæfellsnesi. Dregur úr vindi með kvöldinu og norðan 8-13 á morgun. Frost 0 til 7 stig.
Í kvöld er von á talsverðri virkni norðurljósa og miðað við veðurspá er von til þess að það verði því norðurljósaveisla í kvöld.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustanátt 13-18 m/s og léttskýjað, en dregur úr vindi í kvöld og nótt, 8-13 á morgun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og bjart með köflum, en stöku él við N- og V-ströndina. Talsvert frost.

Á sunnudag:
Norðaustlæg átt, 5-10 m/s NV-lands, en annars hæg breytileg átt. Snjókoma eða él V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Dregur úr frosti V-til.

Á mánudag:
Snýst í norðanátt með snjókomu eða éljum, en léttir til S- og V-lands. Talsvert frost um allt landi.

Á þriðjudag:
Lægir víða og léttir til, en gengur í suðaustanátt með snjókomu S- og V-lands um kvöldið. Kalt í veðri.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir sunnanátt og hlýnandi veðri, með slyddu eða rigningu V-lands.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024