Völlurinn: Allt á fullu við undirbúning
Í Duus-húsum er allt á fullu við uppsetningu á nýrri sýningu sem opnar á mánudaginn undir heitinu Völlurinn – nágranni innan girðingar. Þegar VF átti leit þar inn í dag mátti sjá að starfsmenn Byggðasafns Suðurnesja og Duus-húsa hafa í mörgu að snúast fram að opnun. Ekki voru viðstaddir samt með áhyggjur eða stress, sýningin opnar á tilsettum tíma kl. 18 á mánudaginn en þá eru 60 ár liðin frá því að Alþingi samþykkti stofnaðild landsins að Nato.
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á starfsemi bandarísku herstöðvarinnar og hvaða áhrif hún hafði sem vinnustaður og nágranni á byggðarlögin í kring. Herstöðin var lengi stærsti vinnustaður Suðurnesja og störfuðu margir heimamenn þar í áratugi.
Eflaust verður um forvitnilega sýningu að ræða, a.m.k. var svo að heyra á þeim Tomma Knúts og Helgu Ingimundar sem þarna fægir gamlan útsendingarmixer frá Kanaútvarpinu.
VFmynd/elg.