Vökvun lokið í bili eða hvað?
„Vopnahlé“ sögðu sólstafirnir kl. 6:40 í morgun og þá var ljósmyndari okkar í háloftunum í Keflavík, Einar Guðberg, mættur með linsuna við hliðina á kaffibollanum. „Vökvun lokið í bili,“ sögðu veðurguðirnir. En það er kannski ekki alveg svo gott því það verður einhver bleyta næstu daga sunnanlands.
Veðurspá næsta sólarhring er eftirfarandi: Austan- og suðaustanátt, yfirleitt 8-13 m/s og víða skúrir, en talsverð rigning um landið SA-vert. Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 og skúrir á morgun, en bjart með köflum NA-til. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á NA-landi.