Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. ágúst 2001 kl. 17:16

Vöknuðu við vélbyssuskothríð á Höskuldarvöllum

Hjón úr Keflavík vöknuðu við óskemmtilega lífsreynslu í útilegu á Höskuldarvöllum fyrir verslunarmannahelgina. Í morgunsárið sl. föstudag hrökk fólkið upp við vélbyssuskothríð og stóð ekki á sama.„Við hjónin höfðum farið þarfa uppeftir á húsbílnum mínum og ætluðum að taka lífinu rólega. Um tíu á föstudagsmorgun vöknuðum við hns vegar við vélbyssuskothríð og mikil læti. Konan mín er frá Asíu og þegar hún heyrir byssuhvelli þá er verið að drepa fólk þannig að hún varð mjög hrædd“, sagði viðmælandi blaðsins.
Maðurinn fór út úr bílnum og upp á næstu hæð til að ná GSM sambandi og sá þá hermann um allt með vélbyssur og sprengjuvörpur. Hann hringdi á Neyðarlínuna og fékk samband við lögregluna í Keflavík sem var fljót á staðinn að hans sögn. „Þegar löggan kom fóru hermennirnir í allar áttir“, sagði viðmælandinn.
Sigurður Bergmann, varðstjóri í Keflavík kannaðist við uppákomuna og staðfesti að sérsveit frá Varnarliðinu hafi verið þarna við æfingar. Ráðuneytið hafi gefið leyfi fyrir henni en láðst hafi að gera lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og í Keflavík viðvart.
Maðurinn sem vaknaði upp við skothvellina er að skoða hvort framferði hersins verði kært.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024