Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar uppfylla ekki öll skilyrði eftirlitsnefndar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 6. apríl 2023 kl. 06:50

Vogar uppfylla ekki öll skilyrði eftirlitsnefndar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2023. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta. Áætluð rekstrarniðurstaða er neikvæð og framlegð undir lágmarksviðmiði. 

Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórn er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málið var tekið fyrir í bæjarráði Voga á dögunum sem afgreiddi það með því að vísa framlögðu bréfi til kynningar í bæjarstjórn.