Vogar: Tekjulágir í sambúð fá einnig niðurgreiðslu
Við afgreiðslu gjaldskrár Sveitarfélagsins Voga var ákveðið að breyta niðurgreiðslum á gjaldi fyrir átta tíma vistun á leikskólanum Suðurvöllum þannig að ekki aðeins einstæðir foreldrar hlytu niðurgreiðslu heldur einnig tekjulágir einstaklingar í sambúð.
Þar sem ákvörðunin var tekin í lok ársins gátu einstæðir foreldrar sem áður höfðu fengið niðurgreiðslu fyrir skemmri vistun ekki brugðist við í tíma til að lengja vistunartíma barna sinna. Því var samþykkt á fundi bæjarráðs Voga að niðurgreiðslan héldist til þeirra einstæðu foreldra sem eru með börn sín í skemmri vistun en átta tíma, ef fyrir liggur umsókn um átta tíma vistun á leikskólanum.