Vogar: Sex manna meirihluti og einn í minnihluta?
Svo gæti farið að H- og E-listarnar í Vogum mynduðu meirihluta í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Nýtt framboð L-listans náði inn einum manni í kosningunum á laugardaginn og komst í oddastöðu þar sem hinir listarnir fengu þrjá fulltrúa hvor.
Fulltrúar L-lista ræddu við fulltrúa bæði H- og E- lista eftir kosningarnar og var meginkrafa L-listans sú að staða bæjarstjóra yrði auglýst og ópólitískur bæjastjóri ráðinn. Kristinn Björgvinsson, oddviti L-listans, segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum og nú ræðist H- og E-listi við. Þessir listar tókust á í bæjarstjórninni á nýliðnu kjörtímabili þar sem E-listinn var í meirihluta með fjóra fulltrúa og H-listinn í minnihluta með þrjá.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.