Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar: Munu ekki sætta sig við breytt áform
Sunnudagur 6. apríl 2008 kl. 10:06

Vogar: Munu ekki sætta sig við breytt áform

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga tekur undir með stjórn SSS og fulltrúum félaga lögreglu- og tollgæslumanna á Suðurnesjum og lýsir yfir þungum áhyggjum af óvissu um verkefni og stöðu embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þetta segir í ályktun sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í Vogum nú fyrir helgi.

Í ályktuninni segir ennfremur:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það sem af er þessu ári hafa borist fréttir af fjárhagsvanda embættisins og nú síðast boðuðum skipulagsbreytingum, sem koma í kjölfar nýafstaðinnar sameiningar.

Bæjarstjórn vekur enn á ný athygli á mikilli aukningu á umsvifum í kringum flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli og öryggisgæslu ásamt örri fjölgun íbúa á svæðinu. Í Sveitarfélaginu Vogum hefur íbúum fjölgað um 20% síðastliðin tvö ár.

Bæjarstjórn minnir á að þegar sameining lögregluembættanna á Suðurnesjum var kynnt átti hún að styrkja og efla löggæslu á Suðurnesjum. Frá þeim tíma hefur fækkað verulega í lögregluliðinu. Boðaðar skipulagsbreytingar eru ekki til þess fallnar að laða að nýja starfsmenn, draga úr óvissu og auka tiltrú almennings á löggæslu á svæðinu.

Sveitarfélagið Vogar og embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafa átt gott samstarf og ráðgert er að auka það með áherslu á forvarnarmál. Sveitarfélagið hefur lagt til húsnæði undir starfsemi forvarnarlögregluþjóns og stendur til að hann komi til starfa í Vogum í maí næstkomandi. Bæjarbúar í Vogum munu ekki sætta sig við að þau áform breytist.

Bæjarstjórn skorar á dómsmálaráðherra að tryggja að það góða samstarf sem verið hefur um löggæslumál á Suðurnesjum raskist ekki. Samstarfið er grundvöllur þess árangur sem náðst hefur undanfarið.

Bæjarstjórn treystir því að stjórnvöld bregðist nú þegar við þessum mikla vanda og eyði þeirri óvissu sem löggæslan á Suðurnesjum býr við í dag."

VF-Mynd: Frá fundi lögreglustjóra með hans fólki á dögunum.