Vogar mótmæla hækkun launa framkvæmdastjóra Kölku
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga mótmælir hækkun launa framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Kölku, þar sem hækkunin samræmist ekki almennum launahækkunum hjá sveitarfélögunum.
Hörður Harðarson, bæjarfulltrúi í Vogum, bar málið einnig upp á síðasta fundi bæjarstjórnar Voga, þar sem hann hvatti bæjarfulltrúa til að taka undir bókun bæjarráðs varðandi launamál framkvæmdastjórans. Var það samþykkt samhljóma í bæjarstjórninni.
Bæjarráð Voga harmaði einnig á sínum fundi að hvorki aðal- né varafulltrúi sveitarfélagsins í stjórn SS hafi ekki mætt á fund stjórnarinnar. Það var einnig áréttað á fundi bæjarstjórnarinnar í síðustu viku.
Myndin: Jón Norðfjörð er framkvæmdastjóri Kölku og Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Vogamenn mótmæla launahækkun hans.