Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar: Lítill kærleikur í bæjarstjórn
Mánudagur 9. júní 2008 kl. 14:21

Vogar: Lítill kærleikur í bæjarstjórn

Lítill kærleikur virðast vera á milli fylkinga í bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga. Fjölmiðlar hafa greint frá „logandi illdeilum” í bæjarstjórninni og fast hefur verið skotið í bókunum á fundum og í greinaskrifum.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi krafðist Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi H-listans, að Hörður Harðarson, bæjarfulltrúi E-listans, yrði víttur vegna ásakana sem hann setti fram þess efnis að Sigrún hefði ekki mætt á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þess að „engin ferðalög hafi verið í boði.“

„Með þessum orðum sínum á opinberum vettvangi er vegið að heiðri mínum sem bæjarfulltrúa og ég borin brigslum sem ég vil ekki una,“ segir Inga Sigrún í bókun frá síðasta fundi þar sem hún krefst þess að Hörður bóki afsökunarbeiðni.

DV tekur málið upp í morgun og ræðir við Sigrúnu og Hörð. Sigrún segir þar að ástæða fjarveru hennar á umræddu landsþingi hafi verið sú að hún var á fæðingardeildinni og hafi ekki getað mætt „með fylgjuna í eftirdragi.“

Hörður gefur lítið út á þessa útskýringu í samtali við DV. Hann var ekki ávíttur af forseta bæjarstjórnar og sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar.

Mynd/Oddgeir Karlsson: Vogar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024