Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Vogar líklega ekki í hættu
Fimmtudagur 29. febrúar 2024 kl. 08:53

Vogar líklega ekki í hættu

„Vísindafólk hefur bent á að þéttbýlið í Vogum sé ekki nálægt líklegum upptökustöðum eldgosa og það þyrfti bæði talsvert stórt eldgos og langvinnt svo hætta geti talist á hraunflæði svo norðarlega á skaganum og jafnvel í svo dökkri sviðssmynd þá gera þau hraunflæðilíkön sem eru til ekki ráð fyrir hraunflæði í átt að sjálfri íbúðabyggðinni í Vogum,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga aðspurður um hættur af eldgosum.

„Þá er auðvitað ástæða til að hafa það í huga að ef slík sviðsmynd myndi raungerast þá værum við að tala um að áður en til þess kæmi að hraun myndi ná til sjávar þá væru aðrir mikilvægir innviðir í hættu, þ.e. bæði flutningskerfi raforku og Reykjanesbrautin, sem við hljótum að gera ráð fyrir að verði reynt að verja með öllum tiltækum ráðum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þetta þýðir ekki að það sé ástæðulaust að huga að mögulegum varnarviðbrögðum á svæðum sem ekki teljast í mestri hættu og að sjálfsögðu hafa sérfræðingar okkar á sviði jarðvísinda og almannavarna verið að skoða þessi mál síðustu ár og sú þekking og reynsla sem hefur orðið til í síðustu eldgosum, m.a. við gerð varnargarða í kringum Grindavík, mun vafalaust koma að gagni í framtíðinni og ekkert endilega bara á Reykjanesskaganum,“ segir bæjarstjórinn.