Vogar: Íbúafundur samþykkir viðræður við Alcan
Fjölsóttur íbúafundur í Vogum veitti bæjaryfirvöldum í kvöld heimild til að ræða frekar við fulltrúa Alcan um möguleika á álveri á Keilisnesi. Þar kom einnig fram skýlaus vilji bæjarbúa um að leitast yrði til þess að línumannvirki sem þarf að leggja um land sveitarfélagsins verði sett í jörðu, en ekki loftstreng.
Um 130 manns sóttu fundinn sem var afar fróðlegum og komu um 30 manns í pontu og gerðu grein fyrir afstöðu sinni til stóriðju í sveitarfélaginu. Ekki voru allir á eitt sáttir um álversáform, en mikill meirihluti fundarmanna vildi að minnsta kosti athuga hvað væri í boði.
Rök þeirra sem voru á móti lutu aðallega að því að náttúra og mannlíf bæjarins væri í hættu ef þessi leið yrði farin, en þeir sem lýstu sig fylgjandi sögðu þetta vera mikið tækifæri til að fá stöðugan atvinnurekstur og fleiri störf inn í sveitarfélagið.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við VF að næstu skref yrðu væntanlega að hafa samband við forsvarsmenn Alcan og koma á fundi.
Viðtal við Róbert og fleiri myndir af fundinum eru væntanleg á VefTV Víkurfrétta síðar í kvöld.
VF-Mynd/Þorgils - Af fundinum í kvöld.
Um 130 manns sóttu fundinn sem var afar fróðlegum og komu um 30 manns í pontu og gerðu grein fyrir afstöðu sinni til stóriðju í sveitarfélaginu. Ekki voru allir á eitt sáttir um álversáform, en mikill meirihluti fundarmanna vildi að minnsta kosti athuga hvað væri í boði.
Rök þeirra sem voru á móti lutu aðallega að því að náttúra og mannlíf bæjarins væri í hættu ef þessi leið yrði farin, en þeir sem lýstu sig fylgjandi sögðu þetta vera mikið tækifæri til að fá stöðugan atvinnurekstur og fleiri störf inn í sveitarfélagið.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við VF að næstu skref yrðu væntanlega að hafa samband við forsvarsmenn Alcan og koma á fundi.
Viðtal við Róbert og fleiri myndir af fundinum eru væntanleg á VefTV Víkurfrétta síðar í kvöld.
VF-Mynd/Þorgils - Af fundinum í kvöld.