Vogar: Gönguferðir umhverfisnefndar halda áfram
 Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarið staðið fyrir léttum kvöldgöngum  í nágrenni sveitarfélagins. Ferðirnar halda áfram í júní en tilgangur þeirra er að gefa fólki tækifæri að kynnast nánasta umhverfi sínu og hafa áhrif á það.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarið staðið fyrir léttum kvöldgöngum  í nágrenni sveitarfélagins. Ferðirnar halda áfram í júní en tilgangur þeirra er að gefa fólki tækifæri að kynnast nánasta umhverfi sínu og hafa áhrif á það. 
Gengið verður á þriðjudagskvöldum á lagt upp kl. 19:30.
Næsta ganga verður á morgun,  þriðjudag um Brunnastaðahverfi og í næstu viku verður gengið að Hrafnagjá. Þá er ráðgert að skoða Hvassahraunskatla, Brugghelli og Tór, Eldborg, Lambafellsgjá og Sóleyjarkrika í þeim göngum sem framundan eru. Á Jónsmessu á svo að ganga á Keili, sem segja má að sé bæjarfjall Vogamanna. 
Nánari upplýsingar má nálgast á nýjum og endurbættum vef sveitarfélagsins, www.vogar.is .
Mynd: Á toppi Keilis í dulúð þokunnar. VF-mynd: elg


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				