Vogar: Glaðheimar rifnir á næsta ári
Félagsheimilið Glaðheimar Í Vogum verður fjarlægt eftir 1. maí á næsta ári, en fram að því hefur kvenfélagið Fjóla í Vogum heimild til að nýta aðstöðuna.
Þessa ákvörðun kynnti meirihluti bæjarráðs Voga á síðasta fundi, en búið er að skipuleggja tvær lóðir á reitnum.
Minnihlutinn studdi þá tillögu að kvenfélagið fengi afnot af húsinu en lagði til að ákvörðun um að fjarlægja Glaðheima yrði frestað til maí á næsta ári.
Þessa ákvörðun kynnti meirihluti bæjarráðs Voga á síðasta fundi, en búið er að skipuleggja tvær lóðir á reitnum.
Minnihlutinn studdi þá tillögu að kvenfélagið fengi afnot af húsinu en lagði til að ákvörðun um að fjarlægja Glaðheima yrði frestað til maí á næsta ári.