Vogar gera samning við Nesprýði ehf
Sveitarfélagið Vogar hefur gert samning við Nesprýði ehf um viðgerðir og nýlagningar á götum og gangstéttum. Einnig verður farið í þökulögn og frágang opinna svæða sem og frágang leiksvæðis við enda Miðdals.
Á heimasíðu sveitarfélagsins eru íbúar Voga beðnir að sýna tillitsemi og væra bíla og önnur tæki sem hugsanlega eru fyrir á verkstað.
Nánar má sjá framkvæmdalista á www.vogar.is.
Mynd/Oddgeir: Horft yfir Voga.