Vogar: Framkvæmdir ganga vel við íbúðir aldraðra
Búmenn kynntu svokallað stórheimili í Vogum á borgarafundi þar í síðustu viku um málefni eldri borgara. Þar var tómstundastarf og félagsþjónusta við eldri borgara einnig kynnt en sveitarfélögin þrjú, Vogar, Garður og Sandgerði hafa sameinast um hana. Framkvæmdir hófust í vor við 13 Búmannaíbúðir fyrir aldraða í Vogum og ganga þær vel. Sveitarfélagið fékk styrk upp á rúmlega 31 milljón króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til byggingar þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða sem mun rísa í Akurgerði í tengslum við Búmannaíbúðirnar.
Heildarkostnaður við þjónustumiðstöðna er áætlaður um 156 milljónir króna og mun hún gjörbylta allri aðstöðu fyrir tómstundaiðju eldri borgara í Vogum en öll öldrunarþjónusta og félagsstarf verður á einum stað.
Efri mynd: Búmannaíbúðir fyrir aldraða í Vogum eru óðum að rísa
Neðri mynd: Um 30 manns mættu á borgarafundinn um málefni eldri borgara í Vogum. VF-myndir:elg






