Vogar fá 23 þorskígildistonna byggðakvóta
Sveitarfélagið Vogar hefur fengið úthlutað 23 þorskígildistonna byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2015 til 2016. Þetta kemur fram í erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til sveitarfélagsins.
Kvótinn verður auglýstur til úthlutunar hjá Fiskistofu, sem annast úthlutun kvótans á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.
Í fundargerð bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga frá því í síðustu viku er úthlutun 23.000 þorskígildiskílóa fagnað.