Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar eignast vinabæ
Þriðjudagur 19. janúar 2010 kl. 08:57

Vogar eignast vinabæ

Sveitarfélagið Vogar og Fjaler Kommune í Noregi semja þessa dagana um vinabæjarsamstarf og eignast Vogar þar með vinabæ í fyrsta skipti. Norski bærinn er í Sogni í Noregi, þaðan sem landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarsson er sagður hafa komið. Norðmennirnir vildu finna vinabæ í landnámi Ingólfs en Vogar reyndist vera eina sveitafélagið í landnáminu sem ekki átti vinabæ í Noregi.

Að sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra, liggja fyrir drög að samningi og er reiknað með að samstarfið hefjist næsta haust að undangegninni, gagnkvæmri embættismannaheimsókn. „Grunnurinn verður þessi sameiginlegi arfur Ingólfs Arnarsonar og við sjáum fyrir okkur ýmis sameiginleg verkefni á sviði menningar og íþrótta. Við leggjum mikla áherslu á að þetta verði ekki embættismannaklúbbur,“ segir Róbert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024