Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogar auglýsa eftir tinefningum til umhverfisviðurkenninga
Fimmtudagur 6. ágúst 2015 kl. 07:00

Vogar auglýsa eftir tinefningum til umhverfisviðurkenninga

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilnefningum frá bæjarbúum til umhverfisviðurkenninga árið 2015 en þær taka til garðræktar, snyrtilegs og fallegs frágangs mannvirkja og góðrar umgengni um náttúruna.

Að venju mun bæjarstjórn veita viðurkenningu þeim sem skara fram úr í umhverfismálum í bæjarfélaginu, eftir tillögum frá umhverfis- og skipulagsnefnd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ábendingar um húseignir og garða eða framtak í þágu náttúrunnar, sem vert er að taka til athugunar eru vel þegnar og munu fulltrúar umhverfis- og skipulagsnefndar skoða sig um í bæjarfélaginu á næstu dögum

Ábendingar þurfa að berast fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 11. ágúst n.k.
Þeir sem ekki kæra sig um að garðar þeirra verði skoðaðir eru einnig beðnir um að tilkynna það.

Ábendingar skal senda á netfangið [email protected] eða bæjarskrifstofur í síma 4406200.