Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar afhenda styrki úr menntasjóð
Föstudagur 31. ágúst 2012 kl. 09:50

Vogar afhenda styrki úr menntasjóð

Styrkjum úr Menntasjóði Sveitarfélagsins Voga hefur nú verið úthlutað í fyrsta sinn.

Styrkjum úr Menntasjóði Sveitarfélagsins Voga hefur nú verið úthlutað í fyrsta sinn. Úthlutunin fór fram á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 29. ágúst 2012. Alls hlutu 13 nemendur viðurkenningu úr sjóðnum að þessu sinni, 10 nemendur sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla og þeir þrír nemendur sem náðu bestum árangri í 10. bekk í Stóru-Vogaskóla vorið 2012. Nemendur eða fulltrúar þeirra mættu á fund bæjarstjórnar og tóku við viðurkenningarskjali og peningaverðlaunum úr hendi Ingu Sigrúnar Atladóttur, forseta bæjarstjórnar.

Nemendur sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla hlutu viðurkenningu:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eyþrúður Ragnheiðardóttir
Berglind Káradóttir
Guðmunda Birta Jónsdóttir
Hekla Eir Bergsdóttir
Magnea Guðríður Frandsen
Marta S. Alexdóttir
Steinar Freyr Hafsteinsson
Sævar Sigurjón Ríkharðsson
Tomas Barichon
Valgerður Kristín Kjartansdóttir

Eftirtaldir nemendur sem luku grunnskólaprófi frá Stóru-Vogaskóla vorið 2012 og voru með bestan námsárangur fengu viðurkenningar:

Anna Kristín Baldursdóttir: 9,7
Aníta Ósk Drzymkowska: 9,5
Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir: 9,4