Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimilt að sækja um greiðslufrest án kostnaðar
Mánudagur 11. maí 2020 kl. 07:09

Heimilt að sækja um greiðslufrest án kostnaðar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt tillögu bæjarráðs að þeim lögaðilum og fasteignaeigendum sem eiga í rekstrarerfiðleikum vegna áhrifa faraldursins verði heimilt að sækja um greiðslufrest án kostnaðar, vegna gjalddaganna mars og apríl. Lögaðilum sem óska eftir þessu úrræði ber að sýna fram á a.m.k. 25% tekjutap m.v. sama mánuð á síðasta ári.

Jafnframt var samþykkt að veita einstaklingum kost á að sækja um greiðslufrest fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis síns, enda hafi orðið forsendubrestur í tekjuöflun heimilanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá var samþykkt að einungis sé greitt fyrir nýtta daga í leikskóla og Frístund. Leiðrétting komi til framkvæmdar á næsta útsenda reikningi.