Vogabæjarvöllur settur í Vogaídýfu
Knattspyrnudeildar Þróttar Vogum og Vogabæjar ehf. hafa gert með sér samstarfssamning og mun heimavöllur Þróttar Vogum bera nafnið Vogaídýfuvöllurinn.
,,Þetta eru frábærar fréttir fyrir Þrótt Vogum enda hefur samstarfið við Vogabæ verið frábært, og erum við ánægð með að tengja okkur við Vogaídýfuna með þessum hætti. Vogabær er öflugt fyrirtæki sem hefur metnað til að standa sig vel og er keyrt áfram af góðri liðsheild. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir Haukur Harðarson formaður knattspyrnudeildar hjá Þrótti.
„Ævintýri Vogaídýfunnar hófst í Vogum á sínum tíma, við erum stolt af uppruna hennar, íþróttafélagið í sama sveitarfélagi hefur staðið sig vel í sínu starfi. Það var skemmtilegt að heimsækja félagið og hitta alla sem fyrir það starfa, hér er kraftmikið fólk sem sinnir fórnfúsu starfi og hefur gert það mjög myndarlega. Vogaídýfa óskar Þrótti Vogum velfarnaðar á næstu árum. Áfram Þróttur, “ segir Þórhallur Baldursson sölustjóri Vogabæjar ehf.
Vogabær ehf. er matvælafyrirtæki sem framleiðir sósur og ídýfur fyrir matvörumarkaði og skyndibitastaði. Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem verslun árið 1976 í Vogum en árið 1985 hófst framleiðsla á ídýfum og sósum undir nafninu Vogabær. Vogabær ehf. býr yfir áralangri reynslu í sósugerð.