Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamönnum fjölgaði um 4%
Föstudagur 15. janúar 2016 kl. 09:57

Vogamönnum fjölgaði um 4%

Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði um 4% á síðasta ári. Í upphafi ársins 2015 voru þeir 1.102 en í árslok voru þeir orðnir 1.147. Íbúum fjölgaði því á árinu um 45.

Tekjur sveitarfélagsins jukust jafnframt talsvert á árinu 2015 og urðu hærri en það sem bæði upphafleg áætlun og útkomuspá að hausti gerði ráð fyrir.

Þar kemur vafalaust margt til, m.a. bætt atvinnuástand og þar með minna atvinnuleysi, hærri meðaltekjur, fjölgun íbúa o.fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024