Vogamenn vilja í vettvangsferð í Ölfus
Landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum voru tekin fyrir að nýju á síðasta fundi skipulagsnefndar Voga. Nefndin leggur til að fenginn verði verkefnastjóri yfir þessu stóra og mikla verkefni. Einnig er lagt til að nefndin, ásamt bæjarstjóra og bæjarstjórn, fari í vettvangsferð í Ölfus þar sem sambærileg verkefni er að finna og fái betri yfirsýn.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				