Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn vilja fund með  Linde Gas um framtíðaráform
Þriðjudagur 11. apríl 2023 kl. 11:15

Vogamenn vilja fund með Linde Gas um framtíðaráform

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga gerir enga athugasemd við skrifstofueiningar og gám fyrir mótorræsir á lóð Linde Gas ehf. við Heiðarholt 5 í Vogum og vísar því til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa. Fyrirtækið hafði áður óskað eftir byggingaráformum sem voru ekki öll innan byggingarreits. Um er að ræða 4 20 feta skrifstofugáma. Jafnframt er sótt um byggingarleyfi fyrir 20 feta gám fyrir mótorræsir.

Nefndin tekur undir með bæjarstjórn að fyrir þarf að liggja frekari ásýnd svæðisins og hljóðvist. Skipulagsnefndir óskar því eftir að fá aðila Linde Gas á fund nefndarinnar til að kynna framtíðaráform og áhrif þeirra á svæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024