Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn þurfa að sækja mjólk og brauð út fyrir bæinn
Þriðjudagur 31. janúar 2012 kl. 15:42

Vogamenn þurfa að sækja mjólk og brauð út fyrir bæinn

Íbúar í Vogum þurfa að sækja mjólk, brauð og aðra nauðsynjavöru út fyrir bæjarmörkin eftir að einu matvöruverslun bæjarins var lokað nú á dögunum. Nú blasir við tilkynning í útidyrum verslunarinnar sem segir að verslunin sé lokuð tímabundið. Beðist sé velvirðingar á ónæðinu sem þetta kann að valda. Þá er bent á að frekari upplýsingar veiti ERGO lögmenn og gefið upp símanúmer þeirra.

Inga Sigrún A tladóttir, forseti bæjarstjórnar Voga, segir í samtali við Víkurfréttir, vonast til þess að það ferli sem verslunin sé í núna taki stuttan tíma því talsverður áhugi er á því í bænum að taka við rekstri verslunar í bæjarfélaginu ef fyrri eigendur halda ekki áfram starfseminni.



Lok, lok og læs. Ljósin slökkt í versluninni í Vogum og viðskiptavinir þurfa nú til næstu bæjarfélaga til að kaupa allar almennar nauðsynjar.



Þessi tilkynning blasir við viðskiptavinum í útihurð verslunarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024