Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn hamstra strætómiða á lægra verði
Fimmtudagur 26. febrúar 2015 kl. 10:42

Vogamenn hamstra strætómiða á lægra verði

– og selja bæjarbúum á kostnaðarverði

Í ljósi boðaðra hækkunar á gjaldskrá Strætó bs. sem taka á gildi 1. mars 2015 hefur bæjarstjórn Sveitrfélagsins Voga samþykkt að almennir farmiðar verði seldir íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu á sama verði og gilti fyrir hækkun.

Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt að fest verði kaup á 1000 almennum farmiðum fyrir gildistöku gjaldskrárbreytingar og þeir seldir á innkaupsverði. Fyrirkomulagið mun gilda til og með 31. maí 2015 eða eins og birgðir endast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024