Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 22:57

Vogamenn gera athugasemd við staðsetningu bygginga í Garði

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur gert athugasemd við staðsetningu bygginga á lóð Garðvangs í Garði. Hreppsnefnd í Vogum telur að þrengt sé að starfsemi Garðvangs og útsýni úr sólskála verulega skert.Umræðan í Vogum kemur til vegna fundargerðar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Þar segir: „þá gerir hreppsnefnd athugasemdir við staðsetningu bygginga sem fyrirhugaðar eru samkvæmt deiliskipulagstillögu sem kynnt var. Hreppsnefnd telur að þrengt sé að starfsemi Garðvangs og útsýni úr sólskála verulega skert. Hreppsnefnd fer þess á leit við  hreppsnefnd Gerðahrepps að fyrirhugaðar byggingar verði staðsettar utan eignalóðar Garðvangs“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024