Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn fagna hugmyndum um lestarsamgöngur
Fimmtudagur 27. mars 2008 kl. 10:53

Vogamenn fagna hugmyndum um lestarsamgöngur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umhverfisnefnd í Vogum lýsir sig fylgjandi hugmyndum um lestarsamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Höfuðborgarsvæðisins.

Í fundargerð frá síðasta fundi nefndarinnar, í gær, sagði að fagnaðarefni væri að kannað yrði til þrautar hvort hagkvæmt verði að koma á lestarsamgöngum til að stytta ferðatíma, draga úr mengun og spara orku.

Þá taldi nefndin að lestarsamgöngur myndu nýtast íbúum Voga þar sem mikil fjölgun hefur átt sér stað undanfarin ár og bráð þörf er á bættum samgöngum við Höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbæ og flugvöllinn.


Í fundargerð segir: „Umhverfisnefnd telur eðlilegt að lestarsporið liggi samhliða Reykjanesbraut, og eins nálægt henni og hægt er öryggisins vegna, til að nýta landið sem best og spilla sem minnst útsýni af brautinni.“

Loftmynd/Oddgeir - Séð yfir Reykjanesbraut