Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogabúi dæmdur fyrir kannabisræktun
Þriðjudagur 1. desember 2009 kl. 09:21

Vogabúi dæmdur fyrir kannabisræktun


Fimmtugur karlmaður búsettur í Vogum á Vatnsleysiströnd var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness vegna ræktunar á kannabisplöntum. Síðastliðið vor lagði lögregla hald á 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðinga á heimili mannsins. Héraðsdómur dæmdi hann í eins mánaða fangelsi og til að greiða sakarkostnað upp á 150 þúsund krónur.


Í dómsorði kemur fram að sakborningur hefur áður gerst sekur um brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann var m.a. dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2003 vegna slíkra brota. Þá fékk hann jafnlangan fangelsisdóm árið 2007 fyrir sömu sakir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024