VL: Vill skikka starfsfólk á milli deilda
Mikill urgur er í starfsfólki mötuneytis Flughersins á varnarstöðinni en vinnustaður þeirra var lagður niður frá og með síðasta föstudegi. Starfsmannahald Varnarliðsins hefur lagt að þeim 5 starfsmönnum sem þar eru að þær mæti til starfa í Messanum, en sú starfsemi er undir sjóhernum. Þær hafa hafnað tilflutningi en eru tilbúnar að starfa áfram eftir sínum ráðingarsamningum.
Starfsfólkið hefur snúið sér til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis út af sínum málum og telja skýrt að engin lagaheimild finnist sem leyfi það að hægt sé að skikka starfsfólk á Varnarstöðinni til að vera flutt á milli Flughers og Sjóhers gegn vilja þeirra. Flugherinn og Sjóherinn eru sjálfstæðar deildir innan hersins og eru með aðskilda fjármálastjórn.
„Við fengum fundarboð á þriðjudaginn og fórum á fund á miðvikudeginum þar sem okkur var tjáð að mötuneytinu okkar yrði lokað. Það kom okkur ekkert á óvart því við vitum að það er verið að loka öllu. Við erum bara fyrstar í röðinni og það eru örugglega fleiri deildir sem munu lenda í þessu,“ sagði starfsfólkið í samtali við Víkurfréttir.
Eftir fundinn fóru báðir málsaðilar að athuga með stöðu sína gagnvart lögum, en á föstudeginum barst þeim SMS skeyti frá yfirmanni þeirra þar sem þeim var tilkynnt að þær skyldu mæta til vinnu í Messanum á mánudag (á morgun).
„Svo fáum við þessa tilkynningu í SMS-i. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að hringja í okkur. Þegar við fórum svo að finna að þessum vinnubrögðum fengum við þau svör frá Starfsmannahaldi að við ættum bara að sýna þeim samúð yfir ástandinu uppi á velli. Við erum búnar að leggja okkur allar fram í okkar vinnu við að láta kúnnunum okkar líða sem best í áraraðir, en fáum svona framkomu að launum,“ bættu starfsmenn við en þær eru búnar að vinna hjá Flughernum í allt frá 20 árum niður í eitt ár.
„Við erum búnar að vera undirmannaðar í marga mánuði án þess að þar hafi komið til launahækkunar og höfum fengið á okkur meiri vinnu í starfslýsinguna sem var sett á einhliða og hefðum getað hætt strax eins og svo margir aðrir hér uppi á velli en við vildum bara klára okkar vinnu út uppsagnarfrestinn.“
Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, sagði í samtali við Víkurfréttir að ráðningarsamningar kvennanna kveði skýrt á um hver sé þeirra vinna og hvar hún skuli innt af hendi. „Þær hafa hafnað því að láta flytja sig til en eru samt reiðubúnar til að vinna út uppsagnarfrestinn þá vinnu sem þær voru ráðnar til sem er mjög afgerandi í þeirra samningum.“
Fulltúrar Starfsmannahalds eru afar ósátt við viðbrögð kvennanna og getur komið til þess að launagreiðslur til kvennanna verði stöðvaðar, en VSFK mun styðja þeirra sjónarmið samkvæmt ráðningarsamningnum.
Enn er mikið af fólki í Flughernum uppi á velli þannig að ekki er það þess vegna sem mötuneyti þeirra er nú lokað og vildu konurnar ekkert frekar en að halda áfram að þjóna sínu fólki, jafnvel út uppsagnarfrestinn, en þess má geta að þeim er ekki sagt upp formlega nema frá 1. júlí nk.
„Svo felur Starfsmannahaldið sig á bak við það að á launaseðlinum okkar standi að Varnarliðið greiði okkur laun. Þau ættu þá að lesa neðar á seðlinum því þar er tekið fram að við séum undir Flughernum og í hvaða byggingu við vinnum. Það fer því ekkert á milli mála. Svo finnst okkur líka merkilegt að nú á að vera hægt að flytja okkur á milli Flughers og Sjóhers eins og ekkert sé en fyrir hálfu ári þurfti að sækja sérstaklega um slíkt og bíða eftir því að það væri auglýst.“
Næsta skref hjá konunum fimm er nú að þær ætla að mæta til vinnu á sinn gamla stað, Stone Eagle, og sitja þar fyrir utan og bíða og sjá hver mótleikur Starfsmannahaldsins verður.
Frekari frétta af þeim er að vænta í fyrramálið…
Starfsfólkið hefur snúið sér til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis út af sínum málum og telja skýrt að engin lagaheimild finnist sem leyfi það að hægt sé að skikka starfsfólk á Varnarstöðinni til að vera flutt á milli Flughers og Sjóhers gegn vilja þeirra. Flugherinn og Sjóherinn eru sjálfstæðar deildir innan hersins og eru með aðskilda fjármálastjórn.
„Við fengum fundarboð á þriðjudaginn og fórum á fund á miðvikudeginum þar sem okkur var tjáð að mötuneytinu okkar yrði lokað. Það kom okkur ekkert á óvart því við vitum að það er verið að loka öllu. Við erum bara fyrstar í röðinni og það eru örugglega fleiri deildir sem munu lenda í þessu,“ sagði starfsfólkið í samtali við Víkurfréttir.
Eftir fundinn fóru báðir málsaðilar að athuga með stöðu sína gagnvart lögum, en á föstudeginum barst þeim SMS skeyti frá yfirmanni þeirra þar sem þeim var tilkynnt að þær skyldu mæta til vinnu í Messanum á mánudag (á morgun).
„Svo fáum við þessa tilkynningu í SMS-i. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að hringja í okkur. Þegar við fórum svo að finna að þessum vinnubrögðum fengum við þau svör frá Starfsmannahaldi að við ættum bara að sýna þeim samúð yfir ástandinu uppi á velli. Við erum búnar að leggja okkur allar fram í okkar vinnu við að láta kúnnunum okkar líða sem best í áraraðir, en fáum svona framkomu að launum,“ bættu starfsmenn við en þær eru búnar að vinna hjá Flughernum í allt frá 20 árum niður í eitt ár.
„Við erum búnar að vera undirmannaðar í marga mánuði án þess að þar hafi komið til launahækkunar og höfum fengið á okkur meiri vinnu í starfslýsinguna sem var sett á einhliða og hefðum getað hætt strax eins og svo margir aðrir hér uppi á velli en við vildum bara klára okkar vinnu út uppsagnarfrestinn.“
Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, sagði í samtali við Víkurfréttir að ráðningarsamningar kvennanna kveði skýrt á um hver sé þeirra vinna og hvar hún skuli innt af hendi. „Þær hafa hafnað því að láta flytja sig til en eru samt reiðubúnar til að vinna út uppsagnarfrestinn þá vinnu sem þær voru ráðnar til sem er mjög afgerandi í þeirra samningum.“
Fulltúrar Starfsmannahalds eru afar ósátt við viðbrögð kvennanna og getur komið til þess að launagreiðslur til kvennanna verði stöðvaðar, en VSFK mun styðja þeirra sjónarmið samkvæmt ráðningarsamningnum.
Enn er mikið af fólki í Flughernum uppi á velli þannig að ekki er það þess vegna sem mötuneyti þeirra er nú lokað og vildu konurnar ekkert frekar en að halda áfram að þjóna sínu fólki, jafnvel út uppsagnarfrestinn, en þess má geta að þeim er ekki sagt upp formlega nema frá 1. júlí nk.
„Svo felur Starfsmannahaldið sig á bak við það að á launaseðlinum okkar standi að Varnarliðið greiði okkur laun. Þau ættu þá að lesa neðar á seðlinum því þar er tekið fram að við séum undir Flughernum og í hvaða byggingu við vinnum. Það fer því ekkert á milli mála. Svo finnst okkur líka merkilegt að nú á að vera hægt að flytja okkur á milli Flughers og Sjóhers eins og ekkert sé en fyrir hálfu ári þurfti að sækja sérstaklega um slíkt og bíða eftir því að það væri auglýst.“
Næsta skref hjá konunum fimm er nú að þær ætla að mæta til vinnu á sinn gamla stað, Stone Eagle, og sitja þar fyrir utan og bíða og sjá hver mótleikur Starfsmannahaldsins verður.
Frekari frétta af þeim er að vænta í fyrramálið…