Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VL: Verður að semja um heita vatnið
Föstudagur 24. mars 2006 kl. 11:26

VL: Verður að semja um heita vatnið

Varnarliðið, sem er stærsti einstaki viðskiptavinur Hitaveitu Suðurnesja, verður að halda áfram að kaupa heitt vatn þó það hætti starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þetta hefur Fréttablaðið eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóra HS, í blaðinu í morgun. Júlíus segir að Varnarliðið sé samningsbundið um ótilgreindan tíma og þurfi að semja sig frá þessum samningi vilji það hætta að kaupa heitt vatn.

Varnarliðið kaupir um 13 þúsund mínútulítra á ári sem er talsvert mikið miðað við að sveitarfélögin á Suðurnesjum kaupa samtals tæpa 17 þúsund mínútulítra. Samkvæmt samningum má VL aðeins minnka vatnsskaupin um fjögur prósent á ári og getur því ekki hætt þessum viðskiptum fyrirvaralaust. Haft er eftir Júlíusi að þessi samningur hafi verið gerður árið 1998 og þessi ákvæði sett inn þar sem VL taldist ótryggur viðskiptavinur, sem gæti látið sér detta í hug að hverfa á brott hvenær sem væri.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024