VL: Næsti fundur í byrjun ágúst
Á fundi íslensku og bandarísku sendinefndanna um varnarsamstarf þjóðanna, sem fór fram í gær, var í fyrsta skipti rætt um hvernig staðið verði að afhendingu mannvirkja og búnaðar eftir að herinn yfirgefur Varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli.
Viðræðurnar gengu vel en verður ekki haldið áfram fyrr en í byrjun ágústmánaðar. Í fréttum NFS í kvöld kom fram að Thomas Hall, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna - einn af mörgum, fari fyrir samninganefnd Bandaríkjamanna en á árum áður var hann einmitt yfirmaður herstöðvarinnar í Keflavík.
Viðræðurnar gengu vel en verður ekki haldið áfram fyrr en í byrjun ágústmánaðar. Í fréttum NFS í kvöld kom fram að Thomas Hall, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna - einn af mörgum, fari fyrir samninganefnd Bandaríkjamanna en á árum áður var hann einmitt yfirmaður herstöðvarinnar í Keflavík.