Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vitnum sleppt: Hinn grunaði yfirheyrður í dag
Þriðjudagur 4. desember 2007 kl. 09:14

Vitnum sleppt: Hinn grunaði yfirheyrður í dag

Lögreglan á Suðurnesjum sleppti í gærkvöldi fjórum vitnum sem lögreglan hafði handtekið í fyrradag. Fólkið var vitni í máli manns sem nú er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ekið á ungan dreng á Vesturgötu, með þeim afleiðingum að hann lést. Maðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn sólarhring síðar í sérstöku eftirliti lögreglu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta reyndu vitnin að ljúga til um fjarvistarsönnun fyrir manninn sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, öll af erlendu bergi brotin.

Hinn grunaði í málinu verður áfram yfirheyrður af lögreglu í dag.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er ekki útilokað að fleiri hafi verið í bifreiðinni sem ók á barnið og jafnvel að annar ökumaður hafi verið við stýrið.

Framburður vitna hefur verið óljós og ósamstæður og hefur það gert rannsókn málsins erfiðari.

Beðið er eftir staðfestingu á þeim þráðum sem fundust á bílnum en rannsóknin þarf að fara fram erlendis og gæti það tafið málið ef árangur næst ekki í yfirheyrslum.

Er vonast til að ná þar fram nýjum upplýsingum um málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024