Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vitni óskast að skemmdarverkum
Sunnudagur 21. apríl 2019 kl. 17:09

Vitni óskast að skemmdarverkum

Miklar skemmdir voru unnar á Skoda bifreið sem skilin var eftir á Stapavegi í Vogum í gærkvöldi. Lögreglan óskar eftir upplýsingum hjá fólki en talið er líklegt að þetta hafi átt sér stað eftir kl. 22 á laugardagskvöld.

Á facebooksíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum á páskadag segir:
Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum.

Þetta hefur gerst eftir kl. 22:00 í gærkvöldi (þegar eigandi bifreiðarinnar fór frá henni) þar til tilkynning barst lögreglu kl. 10.45 í morgun.
Allir þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við okkur í gegnum 1-1-2 eða hér á samfélagsmiðlum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024