Vitni óskast
Kötturinn okkar, hún Gríma, kom heim þriðjudaginn 15. febrúar í síðustu viku, skottlaus og alblóðug. Neyddumst við til að láta aflífa læðuna sem olli mikilli sorg á heimilinu. Degi síðar fannst ólin hennar og skottið fyrir utan Tónlistarskóla Keflavíkur. Ef einhver veit hvað kom fyrir Grímu þá þætti okkur mjög vænt um að sá hinn sami hefði samband við okkur í síma 421-7734 (Kristján og Aðalheiður).