Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 31. janúar 2002 kl. 23:11

Vítisenglum vísað úr landi

Mikill viðbúnaður var í og við Leifsstöð vegna komu fimmtán Vítisengla, „Hells Angles“ frá Danmörku til Íslands í flugvél Flugleiða í kvöld. Tugir lögreglumanna voru við komu Vítisenglanna sem ætluðu að hitta mótarhjólaklúbbsmeðlimi, m.a. frá Suðurnesjum.
Vítisenglar eru margir með skrautlegan sakarferil en tveimur þeirra var þó hleypt inn í landið í kvöld eftir margra klukkustunda yfirheyrslur. Þeir aðilar komu með Kaupmannahafnarflugi fyrr í dag. Þeir gista nú hjá Vélhjólaklúbbnum Fafner í Grindavík.
Samtök Vítisengla hafa löngum eldað grátt silfur við lögreglu m.a. vegna tengsla sinna við eiturlyfjamarkaðinn svo og vegna margvíslegra glæpa.
Yfirheyrslur eru í gangi yfir hópi Vítisengla en fjórir meðlimir samtakanna komu inn í landið fyrir nokkrum dögum og fóru nokkrum dögum síðar.
Íslenskur aðili sem var að taka á móti hópnum í kvöld sagði að hann hafi verið hundeltur af óeinkennisklæddum lögreglumönnum allan tímann. Meðal aðgerða hjá lögreglunni í kvöld má nefna að þeir tóku videomyndir af öllum sem voru í komusal Leifsstöðvar í kvöld.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi í Leifsstöð í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024