Vistvæn skeljavinnsla í Reykjanesbæ
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar hefur undanfarna mánuði unnið meðaðilum úr útgerðar- og fiskvinnslugeiranum að stofnun skeljavinnslufyrirtækis á svæðinu, með þátttöku Eignarhaldsfélags Suðurnesja og væntanlega fleiri aðila. Fyrirtækið byggist upp á veiðum og vinnslu sjávarfangs. Starfsemi hefst um leið og fjármögnun lýkur.Að sögn Johans D. Jónssonar, ferðamálafulltrúa MOA, er rekstur þessa fyrirtækis frábrugðin öðrum sambærilegum fyrirtækjum. „Þau veiðarfæri sem þetta nýja fyrirtæki mun nota eru vistvænni og vernda viðgang lífkeðjunnar, en talið er að þess hefur ekki verið gætt fram að þessu. Þá eru vinnsluaðferðir betur hannaðar til framleiðslu sem leiðir af sér verulega aukningu verðmætagildis aflans“, segir Johan D.Reiknað er með að rúmlega 20 starfsmenn munu starfa hjá fyrirtækinu þegar starfsemin verður komin í fullan gang. Til að byrja með mun vinnslan fara fram á tveimur stöðum, annars vegar hreinsistöð, sem verður staðsett í Höfnunum og hins vegar vinnslustöð, en ekki er búið að ákveða staðsetningu hennar.