Vissu af yfirvofandi heimsókn vítisenglanna
Íslensk lögregluyfirvöld vissu af yfirvofandi heimsókn dönsku vítisenglanna strax í síðustu viku. Að sögn Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, voru aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli og brottvísanir úr landi afrakstur samstarfs lögregluembætta á Norðurlöndunum."Einnig hefur danski ríkislögreglustjórinn veitt okkur aðstoð því hér hefur verið sérfræðingur frá því embætti í nokkra daga og veitt okkur aðstoð við að þekkja þessa aðila," sagði Haraldur og bætti við að sérfræðingurinn hafi tekið þátt í aðgerðum lögreglu og væri enn á landinu. Þá sagði hann að sérfræðingurinn yrði öryggis síns vegna heima fyrir að vera nafnlaus.
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði ástæðu þess að öllum hópnum var ekki vísað úr landi strax vera lögreglustjóraheimildir til aðgerða væru ákveðnum takmörkunum háðar. Ákvörðunin um brottvísun mannanna átta sem hleypt var inn í landið var tekin hjá Útlendingaeftirlitinu.
"Við erum þarna að láta reyna á ákvæði sem ekki hefur reynt á fyrr. Við mátum þetta svo í nótt að þetta væri það sem okkur væri alveg örugglega stætt á og gætum varið á æðstu stöðum. Það kom svo til kasta annarra, þ.e.a.s. Útlendingaeftirlits að taka á þeim sem eftir voru," sagði Jóhann.
Mönnunum var vísað úr landi með vísan í 10. gr. laga um eftirlit með útlendingum þar sem fjallað er um ástæðu þess að meina beri útlendingi landgöngu. Þar var sérstaklega átt við ákvæðu á þá leið að meina mætti mönnum landgöngu ef ætla mætti að þeir hafi hug á refsiverði athæfi hér á landi.
Ríkislögreglustjóri áréttaði að það lægi fyrir að samtök Vítisengla stæðu fyrir skipulagðri glæpastarfsemi á Norðurlöndunum. Þá sagði hann lögreglu hafa heimildir fyrir því frá dönskum lögregluyfirvöldum að samtökin hafi ætlað að hasla sér völl hér á landi.
"Það er vitað að þessi félagsskapur, Fáfnir, hefur sótt um aðild að Hells Angels. Það liggur fyrir í sakamálarannsókn í Danmörku, þannig að við teljum okkur hafa fullnægjandi upplýsingar um þann þátt málsins."
Í 10. grein laganna segir:
"Meina ber útlendingi landgöngu:
1. Ef hann fullnægir ekki þeim reglum, sem settar eru skv. 1. gr. um ferðaskilríki og vegabréfsáritun, svo og samsvarandi reglum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að ferðast til þeirra landa.
2. Ef ætla má, að hann hafi eigi nægileg fjárráð sér til framfærslu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að fara til þeirra landa, svo og til heimferðar.
3. Ef ætla má, að hann hafi í hyggju að ráða sig í vinnu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, án þess að hafa aflað sér leyfis til þess fyrirfram.
4. Ef ætla má, að hann muni vinna fyrir sér hér á landi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð á ólögmætan eða óheiðarlegan hátt.
5. Ef hann hefir verið dæmdur hér á landi eða erlendis í [fangelsi]1) eða ætla má af öðrum ástæðum, að hann muni fremja refsiverðan verknað hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.
6. Ef ætla má af fyrri hegðun hans eða af öðrum ástæðum, að tilgangur hans með komu hingað til lands eða til Danmerkur, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar sé að fremja skemmdarverk, stunda njósnir eða ólöglega upplýsingastarfsemi.
7. Ef honum hefir verið vísað héðan úr landi eða úr Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, og hann reynir að koma aftur án leyfis.
[8. Ef hann getur ekki framvísað gögnum til staðfestingar á tilgangi dvalar og aðstæðum meðan á dvöl stendur.
9. Ef hann er skráður í Schengen-upplýsingakerfið í því skyni að honum verði meinuð landganga.
10. Ef hann telst geta ógnað allsherjarreglu, þjóðaröryggi eða alþjóðasamskiptum ríkisins eða annars ríkis sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu.]2)
Heimilt er enn fremur að meina útlendingi landgöngu, ef nauðsynlegt er talið af öðrum ástæðum en þeim, er í 1. mgr. segir."
Fara á fréttavef Vísis.is
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði ástæðu þess að öllum hópnum var ekki vísað úr landi strax vera lögreglustjóraheimildir til aðgerða væru ákveðnum takmörkunum háðar. Ákvörðunin um brottvísun mannanna átta sem hleypt var inn í landið var tekin hjá Útlendingaeftirlitinu.
"Við erum þarna að láta reyna á ákvæði sem ekki hefur reynt á fyrr. Við mátum þetta svo í nótt að þetta væri það sem okkur væri alveg örugglega stætt á og gætum varið á æðstu stöðum. Það kom svo til kasta annarra, þ.e.a.s. Útlendingaeftirlits að taka á þeim sem eftir voru," sagði Jóhann.
Mönnunum var vísað úr landi með vísan í 10. gr. laga um eftirlit með útlendingum þar sem fjallað er um ástæðu þess að meina beri útlendingi landgöngu. Þar var sérstaklega átt við ákvæðu á þá leið að meina mætti mönnum landgöngu ef ætla mætti að þeir hafi hug á refsiverði athæfi hér á landi.
Ríkislögreglustjóri áréttaði að það lægi fyrir að samtök Vítisengla stæðu fyrir skipulagðri glæpastarfsemi á Norðurlöndunum. Þá sagði hann lögreglu hafa heimildir fyrir því frá dönskum lögregluyfirvöldum að samtökin hafi ætlað að hasla sér völl hér á landi.
"Það er vitað að þessi félagsskapur, Fáfnir, hefur sótt um aðild að Hells Angels. Það liggur fyrir í sakamálarannsókn í Danmörku, þannig að við teljum okkur hafa fullnægjandi upplýsingar um þann þátt málsins."
Í 10. grein laganna segir:
"Meina ber útlendingi landgöngu:
1. Ef hann fullnægir ekki þeim reglum, sem settar eru skv. 1. gr. um ferðaskilríki og vegabréfsáritun, svo og samsvarandi reglum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að ferðast til þeirra landa.
2. Ef ætla má, að hann hafi eigi nægileg fjárráð sér til framfærslu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að fara til þeirra landa, svo og til heimferðar.
3. Ef ætla má, að hann hafi í hyggju að ráða sig í vinnu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, án þess að hafa aflað sér leyfis til þess fyrirfram.
4. Ef ætla má, að hann muni vinna fyrir sér hér á landi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð á ólögmætan eða óheiðarlegan hátt.
5. Ef hann hefir verið dæmdur hér á landi eða erlendis í [fangelsi]1) eða ætla má af öðrum ástæðum, að hann muni fremja refsiverðan verknað hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.
6. Ef ætla má af fyrri hegðun hans eða af öðrum ástæðum, að tilgangur hans með komu hingað til lands eða til Danmerkur, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar sé að fremja skemmdarverk, stunda njósnir eða ólöglega upplýsingastarfsemi.
7. Ef honum hefir verið vísað héðan úr landi eða úr Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, og hann reynir að koma aftur án leyfis.
[8. Ef hann getur ekki framvísað gögnum til staðfestingar á tilgangi dvalar og aðstæðum meðan á dvöl stendur.
9. Ef hann er skráður í Schengen-upplýsingakerfið í því skyni að honum verði meinuð landganga.
10. Ef hann telst geta ógnað allsherjarreglu, þjóðaröryggi eða alþjóðasamskiptum ríkisins eða annars ríkis sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu.]2)
Heimilt er enn fremur að meina útlendingi landgöngu, ef nauðsynlegt er talið af öðrum ástæðum en þeim, er í 1. mgr. segir."
Fara á fréttavef Vísis.is