Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vísis-bátar meðal aflahæstu
Föstudagur 3. apríl 2009 kl. 08:34

Vísis-bátar meðal aflahæstu


Tveir línubátar Vísis í Grindavík eru meðal þriggja efstu á aflalista www.aflafretta.com yfir aflahæstu línubátana í mars. Það eru Páll Jónsson GK og Sighvatur GK. Páll er annar aflahæsti línubáturinn í mars með ríflega 442 tonn í fimm róðrum. Hann fékk mest 102 tonn í róðri.  Sighvatur er í þriðja sæti með rúm 377 tonn í fimm róðrum og mest 90,6 tonn í róðri.

Af minni netabátum er Hraunsvík GK úr Grindavík fjórði aflahæstur með 135 tonn. Á aflalista stærri netabátanna er Erling KE í sjöunda sæti með 347 tonn.

Hið árlega hrygningastopp hófst í fyrradag en það snýr að friðum þorks og skarkola. Með því eru allar veiðar bannaðar á grunnslóðinni úti fyrir suður- og vesturlandi eða á svokölluðu Vestursvæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024